Útbúnaður til eldvarna í gróðri
Haugdæla sem er tilbúin, full af vatni á frostlausum stað, getur skipt sköpum. Aðeins tekur örfáar mínútur að tengja hana við dráttarvél og öflug dráttarvél ræður við að fara með haugdælu yfir talsvert gróft land. Tankar fullir af vatni búnir dælu og slöngu, sem geymdir eru á frostlausum stað, geta líka gagnast á sama hátt ef þeir eru fluttir að brunasvæðinu með dráttarvél.
Þegar land er ófrosið kemur jarðtætari í góðar þarfir til að útbúa eldvarnarlínur. Plógar og eldklöppur gagnast við að hefta sinueld.
Rétt hannað vatnstökulón er frostfrítt jafnt sumar sem vetur og ætti að vera aðgengilegt á skógræktarsvæðum. Ef nóg er af vatni frá náttúrunnar hendi þarf að tryggja að aðgengi sé gott.

áhöld
Ýmis áhöld gagnast vel
til slökkvistarfa.

haugdælur
Haugdælur hafa reynst vel í baráttu
við gróðurelda.

lón
Vatnstökulón ætti að vera aðgengilegt á
skógræktarsvæðum.
Kortavefsjá
Landupplýsingagögn
Greinargerð stýrihóps
Myndbönd fræðsla
Almenn fræðsla
Fyrstu viðbrögð
Flóttaáætlun
Minnka eldsmat og útbreiðslu
Meðferð elds á grónu svæði
Skipulag skóga
Útbúnaður til eldvarna í gróðri
Sumarhúsaeigendur
Lágmarksútbúnaður
