Um gróðurelda

Gróðureldar eru sem betur fer ekki algengir á Íslandi en geta verið illviðráðanlegir ef eldur berst í þurran gróður. Á undanförnum áratugum hefur trjám verið plantað í miklum mæli á Íslandi. ­Ógrisjaður,­ þéttur skógur getur verið illfær vegna þess að greinar hans eru samfléttaðar frá skógarbotni og upp úr. Slíkur skógur er hættu­legastur með tilliti til gróðurelda. Veðurfar hefur mikil áhrif á hættu á gróðurbruna og miklir gróðurbrunar verða yfirleitt í langvarandi þurrkum og hvassviðri. Eldur og reykur getur stefnt lífi fólks í hættu og valdið verulegu eignatjóni. Rétt viðbrögð og forvarnir geta þá skipt sköpum og er tilgangur þessa bæklings að kynna helstu atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga varðandi eld í gróðri.

Gefið út af stýrihóp um forvarnaaðgerðir

gegn gróðureldum á Íslandi

Kortavefsjá

Landupplýsingagögn

Greinargerð stýrihóps

Myndbönd fræðsla

Almenn fræðsla

Fyrstu viðbrögð

Flóttaáætlun

Minnka eldsmat og útbreiðslu

Meðferð elds á grónu svæði

Skipulag skóga

Útbúnaður til eldvarna í gróðri

Sumarhúsaeigendur

Lágmarksútbúnaður