Sumarhúsaeigendur

Mikilvægt er að gera ráð fyrir öryggissvæði allt að 1,5 m umhverfis hús, þar sem gróðri er haldið í lágmarki. Ef húsið stendur í brekku þarf öryggissvæðið að ná lengra niður brekkuna. Þar sem hægt er að koma því við er beit hrossa eða sauðfjár í takmarkaðan tíma, til að halda grasvexti niðri, afar ákjósan­legur kostur því þannig má takmarka sinu, ef ekki er hægt að koma við slætti. Umgengni umhverfis hús og í skógi skiptir miklu máli. Undir veröndum sumarhúsa á ekki að safna rusli eða geyma bensín, gaskúta, hjólbarða eða áburð. Hægt er að hólfa ræktarland með því að leggja malarstíga eða skipta upp landinu á annan hátt með gróðurlausum beltum. Miklilvægt er að huga að flóttaleiðum og hafa til staðar útbúnað til lágmarks ­eldvarna.

gas og eldsneyti

Geymdu gaskúta og eldsneytisgeyma á öruggum stað.

Vatn

Tryggðu auðveldan aðgang að vatni.

eldvarnir

Eldvarnir innandyra eru einnig mikilvægar.

Kortavefsjá

Landupplýsingagögn

Greinargerð stýrihóps

Myndbönd fræðsla

Almenn fræðsla

Fyrstu viðbrögð

Flóttaáætlun

Minnka eldsmat og útbreiðslu

Meðferð elds á grónu svæði

Skipulag skóga

Útbúnaður til eldvarna í gróðri

Sumarhúsaeigendur

Lágmarksútbúnaður