Fyrstu viðbrögð

Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í Neyðarlínuna 112, greina frá því hvar eldurinn er og lýsa staðsetningu og staðháttum. Hafðu í huga að aðstoð má alltaf afturkalla ef aðstæður breytast. Láttu fólk í nágrenninu sem kynni að vera í hættu vita af eldinum strax. Leggðu mat á aðstæður og reyndu að slökkva eldinn sem fyrst ef aðstæður leyfa án þess að taka áhættu, hafðu eigið öryggi alltaf í forgangi. Sækja skal að eldi undan vindi þannig að reykmengun hindri ekki yfirsýn og aðgerðir. Reykur frá gróðureldum í of miklu magni getur verið lífshættulegur. Klöppur, skóflur eða önnur áhöld og vatn ættu alltaf að vera tiltæk. Sé ekki ráðið við eldinn, t.d. vegna hvassviðris, skal gera ráðstafanir og mynda eldvarnarlínu í nægilegri fjarlægð undan vindi, til dæmis með því að bleyta í gróðri eða ryðja honum í burtu.

hringdu í 112

Hringdu í 112 og gefðu upp staðsetningu eldsins. Eldurinn getur magnast upp á örskotsstund.

láttu aðra vita

Gerðu öðrum í nágrenninu viðvart.

Rétt viðbrögð

Rétt viðbrögð í upphafi geta breytt miklu. Reykur getur verið hættulegur. Hafðu eigið öryggi alltaf í forgangi.

Kortavefsjá

Landupplýsingagögn

Greinargerð stýrihóps

Myndbönd fræðsla

Almenn fræðsla

Fyrstu viðbrögð

Flóttaáætlun

Minnka eldsmat og útbreiðslu

Meðferð elds á grónu svæði

Skipulag skóga

Útbúnaður til eldvarna í gróðri

Sumarhúsaeigendur

Lágmarksútbúnaður