Flóttaáætlun

Gerðu áætlun um hvert þú getur flúið ef eldur kemur upp. Í hvassviðri og þurrki ­getur eldur borist hratt yfir í gróðri og lokað flóttaleiðum. Kynntu þér hvaða leiðir eru færar út af því svæði sem þú ert á og hvar öruggari svæði er að finna. Athugaðu að vindátt getur stýrt því hvaða leið er valin. Hafa í huga að vara alla á svæðinu við ef vart verður um eld og hafa tölu á þeim sem þú tekur með þér. Hrópaðu ELDUR. Hafðu tiltækan neyðarbúnað sem hentar fyrir þínar aðstæður.

leiðir

Kynntu þér leiðir fyrir akandi og fótgangandi af svæðinu.

Safnast saman

Ákveddu hvar skal safnast saman ef neyðarástand skapast.

Straum og fallvötn

Kynntu þér læki og vötn eða gróðursnauð svæði í nágrenninu.

Kortavefsjá

Landupplýsingagögn

Greinargerð stýrihóps

Myndbönd fræðsla

Almenn fræðsla

Fyrstu viðbrögð

Flóttaáætlun

Minnka eldsmat og útbreiðslu

Meðferð elds á grónu svæði

Skipulag skóga

Útbúnaður til eldvarna í gróðri

Sumarhúsaeigendur

Lágmarksútbúnaður